Finnst gaman að vera illmenni í hjólastól

George Robinson fer með hlutverk Isaac í Netflix þáttunum Sex …
George Robinson fer með hlutverk Isaac í Netflix þáttunum Sex Education. Ljósmynd/Netflix

Leikarinn George Robinson veit að persóna hans í þáttunum Sex Education hefur ekki gott orð á sér og finnst það gaman. Persóna hans, Isaac, er í hjólastól en það er Robinson einmitt líka. 

Í viðtali við BBC sagði Robinson að hann elskaði að vera ekki krúttlegur strákur í hjólastól og segir að fatlaðir leikarar fagni því að fá tækifæri til að leika persónur sem eru ekki bara góðar. 

„Ég er búinn að fá mjög góð viðbrögð frá samfélagi fatlaðra og þau segja að það sé mjög ferskt að sjá einhvern sem er sáttur við sjálfan sig og efast ekki um tilvist sína,“ sagði Robinson. 

Hlutverkið hefur einnig haft jákvæð áhrif á Robinson en persóna hans er mjög örugg með sjálfan sig. Robinson sjálfur lamaðist fyrir neðan háls í slysi þegar hann var 17 ára. 

Hlutverkið var upphaflega skrifað fyrir leikara sem hafði misst útlimi en þegar Robinson fékk hlutverkið var það aðlagað að honum. Hann hafði líka áhrif á hvernig hlutverk hans var skrifað til þess að það endurspeglaði betur upplifun þeirra sem nota hjólastól. 

Þar má til dæmis nefna senu þar sem persóna hans kemur í heimapartí og honum mætir stigi. Í stað þess að snúa við og segjast ekki geta farið í partíið segir hann vinum sínum að halda á sér upp stigann. 

„Staðreyndin að Isaac segir „nei ég ætla í þetta partí, þið eruð að fara halda á mér, mér er alveg sama“. Það er svo yndislegt að sjá það á skjánum, einhvern sem biðst ekki afsökunar á sjálfum sér,“ sagði Robinson. Hann segir að fólk geti lært mikið af svona atvikum. 

„Fólk veit oft ekki hvað það á að segja eða gera því það hefur aldrei lent í þessu. En ef það sér það á skjánum þá breytist það. Fleiri og fleiri læra um samfélagið í gegnum sjónvarp og fjölmiðla í dag. Ég vona að fólk læri hvernig það á að koma fram við fatlaða í gegnum Isaac,“ sagði Robinson. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.