Hárið logaði í fertugsafmælinu

Nicole Richie kveikti í sjálfri sér þegar hún blés á …
Nicole Richie kveikti í sjálfri sér þegar hún blés á kertin á afmæliskökunni. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Nicole Richie var heldur betur seinheppin á 40 ára afmælisdaginn sinn. Þegar Richie blés á kertin á afmæliskökunni fór ekki betur en svo að kviknaði í hári hennar. 

Richie færði sig frá kökunni þegar hún tók eftir loganum og náði vinur hennar að slökkva í logunum en kviknaði í hárinu við báða vanga hennar. 

Richie virtist þó ekki meira miður sín en svo að hún deildi myndbandinu á Instagram og grínaðist með atvikið. Eiginmaður hennar Joel Madden virðist líka hafa verið hlátur í huga þegar hann skrifaði í athugasemd að atvikið hafi verið sjóðandi heitt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.