Þungunarrof erfiðasta ákvörðun lífs Thurman

Uma Thurman fór í þungunarrof þegar hún var unglingur.
Uma Thurman fór í þungunarrof þegar hún var unglingur. AFP

Leikkonan Uma Thurman greinir frá því í pistli á vef Washington Post að hún hafi farið í þungunarrof þegar hún var unglingsstúlka. Thurman segir reynsluna erfiða en þó rétta. Hún opnar sig til þess að fordæma hert þungunarrofslög í Texas í Bandaríkjunum. 

Thurman byrjaði að leika aðeins 15 ára gömul en í pistli sínum lýsir hún því hvernig hún varð ólétt eftir eldri mann. „Ég bjó í ferðatöskunni í Evrópu fjarri fjölskyldu minni og var við það að byrja í nýrri vinnu. Ég átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að gera,“ rifjaði hin 51 árs gamla leikkona upp. 

Stjarnan talaði við foreldra sína og áttaði sig á því að hún var ekki í aðstöðu til þess að verða móðir. „Við ákáðum sem fjölskylda að ég gæti ekki haldið meðgöngunni áfram og tókum ákvörðun um að þungunarrof væri rétt ákvörðun. Hjarta mitt var samt sem áður brotið.“

Thurman fékk hjálp hjá eldri vinkonu í Köln í Þýskalandi til þess að fara í þungunarrof. „Þetta var hrikalega vont en ég kvartaði ekki,“ sagði Thurman sem fann fyrir svo mikilli skömm að henni fannst hún eiga sársaukann skilið.

Mikil sársauki fylgir sögu Thurman sem hún segir hafa verið sitt stærsta leyndarmál þangað til núna. Hún segir líf sitt hafa verið stórkostlegt en líka einkennst af sorg, áskorunum, missi og ótta rétt eins og líf margra annarra kvenna. 

„Þungunarrofið sem ég fór í sem unglingur var erfiðasta ákvörðun lífs míns, sem veldur mér meira að segja angist og sorg enn þann daginn í dag,“ skrifaði Thurman en segir val hennar hafa leitt til gleði. „Valið að halda ekki áfram með meðgönguna leyfði mér að þroskast og verða móðirin sem mig langaði að verða og þurfti að vera.“

Hollywoodstjarnan Uma Thurman.
Hollywoodstjarnan Uma Thurman. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.