Ariana Grande ofsótt af eltihrelli

Ariana Grande.
Ariana Grande. AFP

Síðastliðna hálfa árið hefur söngkonan Ariana Grande þurft að sitja undir stöðugum hótunum og ofsóknum frá ókunnugum eltihrelli. Segist hún óttast um líf sitt og öryggi en fyrr í þessum mánuði var eltihrellirinn handtekinn fyrir utan heimili hennar með beittan veiðihníf á sér innanklæða.

Grande fór fram á að nálgunarbann yrði sett á manninn en hún fór með málflutning vegna málsins í dómshúsinu í Los Angeles fyrr í vikunni.

„Sú staðreynd að þessi maður hafi verið að koma heim til mín reglulega síðustu mánuði hræðir mig mjög mikið. Miðað við hótanir hans óttast ég um öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ útskýrði hún fyrir löggæsluliðum.

Þá segist Grande óttast það að hann haldi þessari iðju sinni áfram ef ekki verði sett á hann nálgunarbann gagnvart henni og fjölskyldu hennar. Ef ekki verði gripið til viðeigandi dóms og laga geti það leitt til þess að hún eða aðrir fjölskyldumeðlimir verði fyrir varanlegu áfalli og eða hljóti alvarlegan skaða. Friðhelgi hennar sé ógnað allverulega.

„Ég hræðist það að hann muni reyna að drepa mig eða fjölskyldumeðlimi mína og jafnvel takast það,“ sagði Grande. „Það hræðir mig virkilega mikið að hann hafi getað fundið út úr því hvar ég bý.“  

Þegar Grande var beðin um að lýsa þeim örlagaríka degi þegar eltihrellirinn var handtekinn með hníf fyrir utan heimili hennar sagði hún að hann hegði komið þar við tvisvar þann dag áður en hann var loks handtekinn.

„Hann hafði komið fyrr um daginn og ég mætti honum í bæði skiptin. Seinna skiptið var um klukkan 16:15, svo fór hann en sneri aftur um 22:20 og hafði stóran hníf meðferðis. Hann brást illa við því þegar hann var beðinn um að fara, var mjög ógnandi og árásargjarn en var svo handtekinn í kjölfarið.“

Eltihrellirinn játaði brot sín og hefur Grande nú verið veitt tímabundið nálgunarbann á manninn en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er maðurinn enn í haldi lögreglu vegna annarra ásetninga. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.