Fann ástina aftur rétt eins og fyrrverandi

Ben Affleck og Ana de Armas eru hætt saman.
Ben Affleck og Ana de Armas eru hætt saman. Samsett mynd

Leikkonan Ana de Armas, fyrrverandi kærasta Bens Afflecks, er komin með nýjan kærasta. Leikkonan hefur greinilega haldið áfram með ástarlífið rétt eins og fyrrverandi en Affleck byrjaði með Jennifer Lopez í vor. 

Kærasti de Armas heitir Paul Boukadakis en þau voru mynduð saman á laugardaginn að því fram kemur á vef Page Six. Skötuhjúin voru gripin glóðvolg á JFK-flugvellinum í New York. Fyrst fréttist af sambandi de Armas og Boukadakis í júní. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini. 

Nýstirnið De Armas og leikarinn Affleck hættu saman í janúar eftir næstum því árs langt samband. Affleck endurnýjaði kynni sín við söng- og leikkonuna Jennifer Lopez í vor og mættu þau meðal annars saman á kvikmyndahátíðina í Feneyjum á dögunum. 

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.