Gerir kaupmála og vill föður sinn frá borðinu

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP

Söngkonan Britney Spears er trúlofuð kærasta sínum til fimm ára Sam Asghari og nú er ljóst að kaupmáli er í bígerð. Lögmaður Spears, Mathew Rosengart, minntist á trúlofunina og væntanleg drög að kaupmála í nýjum dómskjölum að því fram kemur á vef ET. 

Rosengart kemur inn á það í dómsskjölunum að Jamie Spears, faðir söngkonunnar, ætti að hætta sem lögráðamaður hennar eins og skot. Lögmaðurinn rökstyður mál sitt þannig að það sé erfitt að gera góðan kaupmála fyrir söngkonuna þegar Jamie Spears hefur aðkomu að málinun. 

Í skjölunum kemur fram að lögfræðingur sem sérhæfir sig í fjölskyldulögum geri kaupmála fyrir brúðkaupið. Samskipti og samvinna af hendi þeirra sem fara með mál Birtney Spears eru nauðsynleg við gerð kaupmálans. Lögmaðurinn lýsir sambandi Britney Spears og föður hennar Jamie Spears sem brotnu. í ljósi þess er ekki ákjósanlegt að hann komi að samningaviðræðum fyrir hönd dóttur sinnar.  

Britney Spears og Sam Asghari eru trúlofuð.
Britney Spears og Sam Asghari eru trúlofuð. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.