Steingrímur ruglaði fréttamanni Rúv saman við prest

Steingrímur J. Sigfússon ruglaði þeim Óðni Svan Óðinssyni og Svavari …
Steingrímur J. Sigfússon ruglaði þeim Óðni Svan Óðinssyni og Svavari Alfreð Jónssyni saman. Tæplega 30 ára aldursmunur er á þeim Óðni og Svavari. Samsett mynd

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi alþingismaður vakti kátínu um borð í ferjunni til Grímseyjar í gær þegar hann ruglaði saman Óðni Svan Óðinssyni, fréttamanni Ríkisútvarpsins, við Svavar Alfreð Jónasson presti. 

Óðinn sagði frá orðaskiptum þeirra Steingríms í ferjunni á Facebook. Óðinn var á leið til Grímseyjar til að fjalla um eldsvoðann í kirkjunni. 

„Ég er mikill landkrabbi og ældi því eins og múkki alla sjóferðina, sem tekur ekki nema rúma þrjá tíma. Það var þó ekki það versta við ferðina, því um borð var hinn geðþekki Steingrímur J Sigfússon. Samtalið hófst á eftirfarandi orðaskiptum:

Steingrímur: „Á hvaða ferðalagi eruð þið?”

Ég: „Við erum að fara að skoða kirkjuna sem brann í nótt.”

Steingrímur: „Já þú ert presturinn, séra Svavar. Ég sé það núna.”,“ skrifar Óðinn í færslu sína. 

Óðinn tekur fram að honum þyki Svavar vinur sinn einstaklega glæsilegur maður, ummælin svíði þó aðeins þar sem Svavar er einum 29 árum eldri en hann. Svavar virðist ekki óánægður með ruglinginn og skrifaði í athugasemd að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem einu glæsimenninu væri ruglað saman við annað.


 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.