Birti kynþokkafullar myndir og missi fylgjendur

Billie Eilish missti 100 þúsund fylgjendur eftir að hún birti …
Billie Eilish missti 100 þúsund fylgjendur eftir að hún birti þessar myndir á Instagram. Skjáskot/Instagram

Ekki hafa allir aðdáendur ungstirnisins Billie Eilish tekið vel í nýlega breytingu á tískustíl hennar. Eilish, sem nýverið tók upp á því að klæðast aðsniðnari fötum, segir að hún hafi misst um 100 þúsund fylgjendur á Instagram eftir að hún birti mynd af sér í lífstykki. 

Eilish prýðir nú forsíðu tímaritsins Elle. Í vor prýddi hún einnig forsíðu breska Vouge þar sem hún sat fyrir í lífstykki og aðsniðnum fötum. Áður einkenndist stíll hennar af stórum og víðum fötum. 

„Fólk rígheldur í þessar minningar. Það er mjög óþægilegt fyrir mig,“ sagði Eilish og bætti við að aðdáendur hennar vilji margir að hún haldi áfram að klæðast víðum fötum. 

Eilish vakti athygli nýlega í lífstykki með myndum af Miaou tómatsúpu á. Hún deildi myndunum á Instagram. „Ég missti 100 þúsund fyljendur, bara út af brjóstunum. Fólk er svo hrætt við stór brjóst,“ sagði Eilish. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.