Fanney Birna hætt í Silfrinu

Fanney Birna Jónsdóttir mun ekki stýra Silfrinu í vetur ásamt …
Fanney Birna Jónsdóttir mun ekki stýra Silfrinu í vetur ásamt Agli Helgasyni.

Fréttakonan Fanney Birna Jónsdóttir er hætt í umræðuþættinum Silfrinu. Fanney hefur stýrt Silfrinu undanfarin ár ásamt dagskrárgerðarmanninum Agli Helgasyni. 

Samkvæmt heimildum mbl.is sagði Fanney upp vegna ágreinings um kjaramál.

Silfrið er umræðuþáttur sem er á dagskrá Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgnum. Þar er fjallað um málefni líðandi stundar og stjórnmál. 

Ekki hefur verið greint frá því hver mun fylla skarð Fanneyjar í vetur en Egill hefur stýrt þáttunum síðustu helgar. 

Ekki náðist í Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV, við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.