Harry Potter-leikari féll í yfirlið

Leikarinn Tom Felton var fluttur af vellinum eftir að hann …
Leikarinn Tom Felton var fluttur af vellinum eftir að hann féll í yfirlið. AFP

Leikarinn Tom Felton féll í yfirlið á Whistling Straits-golfvellinum í Bandaríkjunum í gær. Felton var fluttur af vellinum á sjúkrahús en ekki er komið í ljós hvers vegna hann hneig niður. 

Felton er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter þar sem hann fór með hlutverk Dracos Malfoys. 

„Á stjörnumóti Ryder-bikarsins í dag féll leikarinn og söngvarinn Tom Felton í yfirlið á vellinum á meðan hann keppti fyrir Evrópu,“ segir í tilkynningu frá PGA-mótaröðinni. 

Felton, sem varð 34 ára á miðvikudaginn, var meðvitundarlaus þegar hann var fluttur af vellinum. 

Leikarinn er mikill golfáhugamaður og lék fyrir hönd Evrópu á stjörnumótinu ásamt finnska íshokkíkappanum Teemu Selanne gegn tveimur bandarískum golfmeisturum í 11 holu leik.

Felton fór með hlutverk Draco Malfoy í Harry Potter.
Felton fór með hlutverk Draco Malfoy í Harry Potter. AFP
Felton er mikill áhugamaður um golf og lék fyrir hönd …
Felton er mikill áhugamaður um golf og lék fyrir hönd Evrópu í stjörnuleik fyrir Ryder bikarinn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að láta skynsemina ráða þegar tilfinningarnar segja annað. Vertu á verði því framkoma þín getur valdið andstöðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að láta skynsemina ráða þegar tilfinningarnar segja annað. Vertu á verði því framkoma þín getur valdið andstöðu.