Kynþokkafullar í nýrri auglýsingaherferð

Kynþokkafullar Megan Fox og Kourtney Kardashian í nýrri auglýsingaherferð SKIMS.
Kynþokkafullar Megan Fox og Kourtney Kardashian í nýrri auglýsingaherferð SKIMS. Skjáskot/Instagram

Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan og leikkonan Megan Fox og raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian verði sífellt nánari með hverjum deginum sem líður. Nú prýða þær stöllur nýja auglýsingaherferð SKIMS þar sem þær sitja sjóðandi heitar fyrir á nærfötunum einum saman. 

SKIMS er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að hanna og selja undirfatnað á konur í öllum stærðum, litum og gerðum og er í eigu athafnakonunnar Kim Kardashian sem er yngri systir Kourtney. Þá hefur það áður komið fram að Kim er einn aðalhönnuður nærfatanna og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá konum víðs vegar um heim. 

Auglýsingaherferðin hefur vakið mikla athygli þó svo að fyrstu myndirnar hafi birst fyrir aðeins örfáum klukkustundum. Eldheitar Megan og Kourtney sitja fyrir bæði berbrjósta, þar sem þær hylja brjóst sín með höndunum, en líka í svörtum og hvítum brjóstahöldurum í stíl við þrönga þvengi hannaða af Kim. 

Þá mata þær hvor aðra með kirsuberjum á meðan þær striplast um á nærfötunum og bíta í sama eplið með fremur eggjandi tilþrifum. 

„Ég elska hvað SKIMS nær að draga það besta fram í konum og veit hverju konur vilja klæðast. Í SKIMS-nærfötum finnst konum þær kynþokkafullar, öruggar og sterkar,“ sagði Megan Fox þegar nýja undirfatalínan leit fyrst dagsins ljós. Kourtney sagðist sammála vinkonu sinni og bætti við: „SKIMS eru uppáhaldsnærfötin mín og ég er ekki að segja þetta bara af því að Kim er systir mín, þetta er staðreynd. Ég elska þessi nærföt og ég elska að fara í myndatökur fyrir SKIMS en þetta var besta myndatakan. Ég skemmti mér svo vel með Megan Fox.“ 

Hafa þær verið mjög áberandi í sviðsljósinu síðustu misseri ásamt kærustum sínum, tónlistarmönnunum Machine Gun Kelly og Travis Barker. Virðast fjórmenningarnir verja miklum tíma saman í einkalífinu en einnig hafa þeir tekið upp á því að skapa sér æ fleiri atvinnutækifæri saman líkt og þessi auglýsingaherferð sýnir svart á hvítu. 

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.