Með 32 árum yngri kærustu

Alina de Armas og John Paulson eru nýtt par.
Alina de Armas og John Paulson eru nýtt par. Samsett mynd

Milljarðamæringurinn John Paulson, sem stendur nú í skilnaði, er kominn með nýja kærustu. Sú heppna er hin 33 ára gamla Alina de Almeida. Paulson sótti um skilnað við eiginkonu sína til 21 árs, Jenny, á mánudag.

32 ár skilja þau Paulson og De Almeida í aldri en hann er 65 ára gamall. Paulson hagnaðist mikið á árunum fyrir hrun og eru auðævi hans metin á 4,7 milljarða bandaríkjadala. 

„John er kominn með nýja, mun yngri kærustu og þó sambandið sé enn á byrjunarstigi blómstra þau saman. Þau eru mjög hamingjusöm saman,“ sagði heimildamaður Page Six um málið.

De Almeida er næringarráðgjafi og sérfræðingur í að leiðbeina fólki í þyngdartapi. Ekki er vitað hvernig parið kynntist en þau hafa sést oft saman í sumar í Hampton, sumardvalastaður ríka og fræga fólksins í New York.

Paulson sótti um skilnað við eiginkonu sína á mánudag en þau eiga tvær dætur saman. Þau gerðu ekki kaupmála fyrir brúðkaup sitt og því stefnir í harðar deilur um auðævi þeirra. Þau eiga meðal annars eignirí Southampton og Aspen auk flennistórrar íbúðar á Manhattan í New York. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.