Skrýtin tilfinning að hætta

Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson standa á tímamótum.
Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson standa á tímamótum. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Síðasti þátturinn af útvarpsþættinum Harmageddon fór í loftið í dag en þeir Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson hafa stýrt þættinum í 14 ár. Frosti segir það vissulega skrýtna tilfinningu að standa á þessum tímamótunum en á sama tíma segir hann það hafa verið forréttindi að starfa með besta vini sínum. 

„Við erum að hætta einfaldlega af því við teljum þetta vera orðið gott. Þetta hefur staðið til lengi og okkur fannst lok kosningabaráttunnar vera góður tímapunktur til að slíta þessu. Máni er að fara verða alvöru kapítalisti og einbeita sér að fyrirtækinu sínu auk þess sem hann stefnir að því að fella íhaldið í Garðabænum í næstu sveitastjórnarkosningum.
Ég ætla að halda áfram að gera meira sjónvarp hjá Stöð 2 ásamt öðrum fjölmiðlaverkefnum innan Sýnar. Það er mikil sókn í gangi hjá öllum okkar miðlum og ég hlakka mikið til að taka meiri þátt í því,“ segir Frosti. 

„Það pínu skrýtin tilfinning að standa á þessum tímamótum. Það hafa verið forréttindi að fá að starfa með besta vini sínum á hverjum degi í 14 ár, en ég er mjög spenntur fyrir því að breyta til, komast úr þessu daglega streði og hætta að þurfa að hafa skoðanir á öllum mögulegum hlutum.“

Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson hafa stýrt Harmageddon í …
Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson hafa stýrt Harmageddon í 14 ár við miklar vinsældir. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.