Slær sér upp með yngri huldukonu

Tónlistarmaðurinn Marc Anthony.
Tónlistarmaðurinn Marc Anthony. AFP

Tónlistarmaðurinn Marc Anthony mætti með nýja konu á rauða dregilinn þegar Billboard-tónlistarverðlaun voru veitt á fimmtudaginn. Sú heppna heitir Madu Nicola og er töluvert yngri en Anthony. 

Hinn 53 ára gamli salsakóngur var meðal annars kvæntur Jennifer Lopez. Lopez er heldur betur búin að finna ástina í örmum Bens Afflecks og nú virðist barnsfaðir hennar og fyrrverandi eiginmaður einnig vera búinn að finna hamingjuna aftur. 

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að huldukonan heiti Madu Nicola en lítið annað er vitað um konuna. Hún birti mynd af sér á lokuðum instagramreikningi en förðunarfræðingur hennar endurbirti mynd af henni. Af myndunum af dæma er hún töluvert yngri en Anthony. 

Madu Nicole mætti með Marc Anthony á rauða dregilinn í …
Madu Nicole mætti með Marc Anthony á rauða dregilinn í vikunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.