Eins og barn í nammibúð þegar hann hitti Bono

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Hinn umdeildi bardagamaður Conor McGregor var gjörsamlega stjörnusleginn þegar hann hitti tónlistarmanninn Bono í 62 ára afmæli hjá Marc Roberts, sameiginlegum vini þeirra, nú á dögunum. 

Samkvæmt upplýsingum frá PageSix fór afmælisveislan fram í borg englanna á skemmtistað í eigu afmælisbarnsins, Marcs Roberts. McGregor er sagður hafa hagað sér eins og lítið barn í sælgætisverslun þegar hann komst í návígi við Bono í afmælisveislunni. McGregor veigraði sér ekki við að nálgast söngvarann og var snöggur að gefa sig á tal við hann. Tjáði hann Bono að hann væri mikill aðdáandi og hefði alla tíð verið það.

Þeir Bono og Conor McGregor eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar táknmyndir Írlands. Þeir fæddust báðir þar í landi og rekja báðir uppruna sinn til höfuðborgarinnar Dublin. Þar ólust þeir upp og eyddu báðir bróðurparti uppvaxtarára sinna þar. Það er því nánast með ólíkindum að þeir hafi verið að hittast í fyrsta skipti nú á dögunum en kynslóðabil kann að vera útskýring þess, enda eru tæp þrjátíu ár á milli þeirra.

Bono aðalsöngvari hljómsveitarinnar U2.
Bono aðalsöngvari hljómsveitarinnar U2. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.