Að rúnta og æpa á vegfarendur

Mynd af Kurt Cobain, forsprakka Nirvana, í garði honum til …
Mynd af Kurt Cobain, forsprakka Nirvana, í garði honum til heiðurs í heimabæ hans, Aberdeen, Washington. AFP

Á föstudag voru liðin þrjátíu ár frá því að ein umtalaðasta breiðskífa rokksögunnar, Nevermind með bandaríska grönsbandinu Nirvana, kom út. Hvernig ætli henni hafi verið tekið í blábyrjun?

Það kvað ekki aðeins við nýjan tón tónlistarlega á Nevermind, annarri breiðskífu Seattle-rokkbandsins Nirvana, heldur ekki síður tilfinningalega. Forsprakki bandsins, Kurt Cobain, virkaði ekki aðeins reiður og gramur meðan hann skyrpti út úr sér myrkum ljóðunum, heldur bar hann hjartað hreinlega í lúkum sér. Fáir, ef nokkur, höfðu talað með eins afgerandi hætti til æskulýðs þessa heims, drengja og stúlkna, frá því James Dean var og hét tæpum fjórum áratugum áður.

Nevermind smeygði sér að vísu undir radarinn hjá tónskýrendum og fjölmiðlum fyrst um sinn en þegar þessir aðilar skynjuðu múgæsinginn sem gripurinn var að valda í samfélaginu fór allt á yfirsnúning. Um allan heim. Það var ekki síst rýmið sem höfuðsmellurinn, Smells Like Teen Spirit, fékk á öldum ljósvakans sem kom málinu á hreyfingu. Skyndilega rak hver umsögnin aðra – mest á lofsamlegum nótum. „Þú munt raula þessi lög eins lengi og þú lifir,“ stóð í Spin og Melody Maker sagði Nirvana hafa skilið keppinauta sína eftir í reykmekki á ráslínunni. „Nevermind er algjör negla,“ sagði The New York Times.

Dave Grohl, trymbill Nirvana, gerðist mikill Íslandsvinur eftir að hann …
Dave Grohl, trymbill Nirvana, gerðist mikill Íslandsvinur eftir að hann setti Foo Fighters á laggirnar. Hér er hann í Laugardalshöllinni árið 2003. Mbl.is/Sverrir Vilhelmsson


Rokk-von ársins

Hér uppi á Klakanum rumskuðu menn á aðventunni.
„Ekki er lengur spurning að Nirvana er rokk-von ársins. „Nevermind“ er komin yfir miljón eintök í sölu og stefnir nú óðfluga á topp tíu í heimalandinu. „Nevermind“ er líka frábær, hún er eina platan á árinu sem fær mann til að langa til að rúnta og æpa á vegfarendur með græjurnar í botni,“ skrifaði Gunnar L. Hjálmarsson, betur þekktur sem dr. Gunni, í þætti sínum Helgarvaggi í Þjóðviljanum sáluga, í byrjun desember 1991, rúmum tveimur mánuðum eftir að platan kom út. Ekki er um eiginlega umsögn að ræða, heldur fjallar dr. Gunni um Nevermind undir formerkjunum „Mælt með þremur“, en My Bloody Valentine og Primus áttu hinar plöturnar tvær. Íslenskir tónlistarmenn sem voru að gera það gott um þær mundir voru Geiri Sæm, Eyjólfur Kristjánsson og Karl Örvarsson en jafnframt var fjallað um nýjustu afurðir þeirra á síðunni.

Fleiri páfar stungu niður penna, þannig fjallaði Árni Matthíasson um nýfengnar vinsældir Nirvana í pistli í Morgunblaðinu snemma árs 1992. „Poppfræðingar velta nú vöngum yfir því hvað það hafi verið sem komið hafi Nirvana á toppinn, því tónlist sveitarinnar getur hvorki kallast poppfroða né þungarokk og textar eru ókræsilegir. Sveitarmeðlimir láta sér fátt um slíkar vangaveltur finnast og segjast kæra sig kollótta um velgengnina. Það er helst að Kurt Cobain, aðalsprauta sveitarinnar, lýsi áhyggjum sínum yfir því að Nirvana verði of vinsæl, því það rýri sveitina trúverðugleika.“

Greinina í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.