Áföllin herja á Rachael Ray

Rachael Ray.
Rachael Ray. Ljósmynd/Facebook

Það á ekki af sjónvarpskokkinum geðþekka og spjallþáttastjórnandanum Rachael Ray að ganga. Á síðastliðnu ári hefur ólukkan elt hana á röndum en á þessum tíma hefur hún misst tvö heimili. Í viðtali við People segir Ray frá því hvernig flóðbylgjan og fellibylurinn Ida hrifsaði til sín heimili hennar í New York-borg í síðasta mánuði, ári eftir að hús hennar brann til kaldra kola í sömu borg.

„Fellibylurinn Ida tók húsið mitt. Bókstaflega. Það er allt ónýtt,“ greindi hún frá. 

Síðasta árið hafa Rachael Ray og eiginmaður hennar, John Cusimano, verið að jafna sig eftir að hafa misst fyrra heimili sitt í eldsvoða eftir að eldur kviknaði út frá arni í stofu þeirra. Hjónin eru vel tryggð gagnvart fjárhagslegu tjóni en sumt verður ekki bætt með fé. Það er mikið tilfinningalegt tjón að missa heimili sitt, hvað þá tvisvar á einu ári. Það er óbætanlegur skaði.

„Þrátt fyrir að áföllin dynji yfir okkur höfum við lært svo mikið á þessu og höfum fyrir svo mikið að þakka. Það er vont að missa minningarnar og vinnutengt efni sem maður hefur verið að vinna svo lengi að en á sama tíma er ég þakklát fyrir lærdóminn og stuðninginn sem við höfum fengið frá fólki. Við höfum áttað okkur á því hversu heppin við erum á svo marga vegu.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.