Friðrik krónprins til Íslands í október

Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa komu síðast til Íslands í …
Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa komu síðast til Íslands í opinbera heimsókn 2016. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Friðrik, krónprins Danmerkur, mun leiða danska sendinefnd sem sækir Ísland heim 12. og 13. október. Tilefnið mun vera að kynna dönsk fyrirtæki og viðskiptalíf með áherslu á orkuskipti og sjálfbærar orkulausnir, að því er fram kemur í tilkynningu á vef dönsku konungsfjölskyldunnar.

Þar segir að Friðrik muni ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, meðal annars skoða Hellisheiðarvirkjun, varðskip í Reykjavíkurhöfn og funda í nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu.

Fátt hefur verið um opinber ferðalög vegna kórónuveirufaraldursins og mun heimsóknin til Íslands vera fyrsta verkefni hans á erlendri grundu, þar sem mætt er í eigin persónu, frá því hann ásamt konu sinni, Mary krónprinsessu, fór til Frakklands árið 2019.

„Tilgangur viðskiptaferðanna er að efla tengsl milli Danmerkur og þeirra landa sem farið er til auk þess að styðja við vöxt danskra fyrirtækja og stöðu á erlendum mörkuðum,“ segir í tilkynningunni.

Friðrik og Mary skoðuðu meðal annars Stykkishólm ásamt Ólafi Ragnari …
Friðrik og Mary skoðuðu meðal annars Stykkishólm ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaief árið 2016. Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að skipuleggja þig því annars er hætt við að hlutirnir fari úr böndunum og þú standir eftir með sárt ennið. Fólk er almennt samvinnuþýtt og opið fyrir skoðunum annarra í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að skipuleggja þig því annars er hætt við að hlutirnir fari úr böndunum og þú standir eftir með sárt ennið. Fólk er almennt samvinnuþýtt og opið fyrir skoðunum annarra í dag.