Moulin Rouge hlaut tíu verðlaun

Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony verðlaunahátíðinni.
Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony verðlaunahátíðinni. AFP

Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony-verðlaunahátíðinni sem fór fram í New York í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Söngleikurinn hlaut alls tíu verðlaun en hátíðin frestaðist um ár vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hátíðin var með öðru sniði en áður – flest verðlaunin voru afhent í tveggja tíma langri athöfn í beinu streymi áður en hátíðin hófst formlega með tónleikum þar sem enduropnun leikhúsa í New York var fagnað eftir 18 mánaða dvala. 

„Allir hér eru bólusettir og búnir að fara í skimun, allir eru með grímu. Öll leikhús á Brodway munu líta svona út í einhvern tíma og það er allt í lagi,“ sagði Leslie Odom jr. í opnunarræðu sinni fyrir galakvöldið í Winter Garden Theatre. 

Sýningin Moulin Rouge, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Baz Luhrmanns frá árinu 2001, sigraði í flokki besta söngleiks, besta leikara í aðalhlutverki og í flokkum sem snúa að tækni.

Leikritið The Inheritance, byggt á skáldsögu E.M. Forsters, hlaut verðlaun í flokki bestu leikrita og hlaut alls fern verðlaun. Leikkonan Adrienne Warren var valin besta leikkona í söngleik fyrir túlkun sína á Tinu Turner í söngleiknum Tina Turner. 

Endurgerð á leikritinu A Christmas Carol hlaut fimm verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson