Fyrsta tónleikaferðin án Watts

Rokksveitin heimskunna Rolling Stones hóf bandarískan hluta stuttrar tónleikaferðar sinnar, sem ber yfirskriftina No Filter, á sunnudaginn í St. Louis í Missouri.

Í upphafi tónleika var sýnt myndband til minningar um Charlie Watts, trommara sveitarinnar sem lést fyrir skömmu. Er þetta fyrsta tónleikaferð Rolling Stones án Watts í 58 ár þar sem hann gekk til liðs við sveitina árið 1963.

Trommusóló ómaði undir myndbandinu og tónleikagestir, um 60 þúsund talsins, kölluðu „Charlie, Charlie“. Stigu þá þeir Mick Jagger, Keith Richards og Ron Wood á svið og hófu leik með „Street Fighting Man“ en við trommusettið sat Steve Jordan.

Jagger sagði tónleikagestum að því loknu að það snerti hans hjartastrengi að sjá Watts á breiðtjaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson