Heimildarmynd um Britney fær eina stjörnu

Britney vs Spears fékk eina stjörnu hjá gagnrýnanda The Guardian.
Britney vs Spears fékk eina stjörnu hjá gagnrýnanda The Guardian. AFP

Heimildarmynd Netflix um lögráðamannsmál tónlistarkonunnar Britney Spears, Britney vs. Spears, hefur ekki fengið góða dóma í fjölmiðlum í dag. Gagnrýnandi The Guardian sagði myndina ómerkilega og að hún væri virkilega óþægileg. 

Heimildarmyndin var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í dag. 

Britney vs Spears er ekki fyrsta heimildarmyndin sem gerð er um Spears og baráttu hennar fyrir frelsinu. Hinn virti fjölmiðill New York Times gaf út eina slíka, Framing Britney Spears, í febrúar á síðasta ári. Spears sjálf hefur tjáð sig um myndina og sagt hana vandræðalega. BBC gaf einnig út heimildarmynd í maí, The Battle for Britney: Fans, Cash and a Conservatorship, og sagði Spears hana vera fulla af hræsni. 

Um helgina gaf NYT svo út aðra heimildarmynd, Controlling Britney Spears, sem segir frá ýmsu sem faðir hennar, Jamie Spears, hefur látið dóttur sína ganga í gegnum á meðan hann var lögráðamaður hennar. 

Britney vs Spears er skrifuð og leikstýrt af aðdáanda hennar, Erin Lee Carr. Myndin hefur verið í pípunum í tvö og hálft ár en eftir vitnisburð Spears fyrir dómara í júní, var hún endurgerð að stórum hluta. 

Í henni er fjallað ítarlega um þegar Spears var svipt sjálfræðinu og hvernig hún streittist á móti í fyrstu. Síðan óskýrast málin og er farið á hundavaði yfir nokkur ár. Gagnrýnandi Guardian segir hana bera þess merki að kvikmyndagerðarmennirnir hafi ekki náð að fylgjast nógu grannt með málum né skilið lagalega hlutann. Hann gefur myndinni eina stjörnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler