Hollywood-hjónin eiga sama afmælisdag

Stórglæsileg þau Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones.
Stórglæsileg þau Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones. AFP

Segja má að Hollywood-hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones eigi aðeins meira sameiginlegt en flest önnur hjón því þau deila afmælisdegi.

Síðastliðinn laugardag, 25. september, fögnuðu hjónin afmælum sínum þar sem Zeta-Jones varð 52 ára og Douglas 77 ára. Deildu þau fallegum kveðjum tileinkuðum hvort öðru á instagram ásamt myndum sem teknar höfðu verið í gegnum tíðina.

„Hamingjuóskir til mín. Hamingjuóskir til hans. Hamingjuóskir til eiginmannsins og hamingjuóskir til eiginkonu hans,“ sagði Zeta-Jones við mynd sem hún deildi af sér og Douglas í tilefni dagsins.

Hjónin hafa verið gift í 21 ár og er það heldur óvenjulegt að hjónabönd stjarnanna endist jafn lengi. Þeir sem hafa gaman af því að lesa í stjörnumerkin vita að tvær vogir passa yfirleitt mjög vel saman í ástarsamböndum. Raunar hefur oft verið talað um að þær henti einna best hvor fyrir aðra. Vogirnar eru þekktar fyrir að vera miklir sáttasemjarar og gera oft öðrum hærra undir höfði en sjálfum sér, því má draga þá ályktun að fullkomið jafnvægi ríki í sambandi þeirra Zeta-Jones og Douglas.

Michael Douglas rifjaði upp kvöldið þar sem hann fyrst komst í kynni við eiginkonu sína í kjölfar afmæliskveðjunnar. Hann segist hafa verið viss með hana frá fyrstu stundu.

„Fyrsta kvöldið sem ég hitti Catherine var á Deauville-kvikmyndahátíðinni árið 1998. Ég komst fljótt að því að hún ætti sama afmælisdag og ég  TADAAHH! Svo komst ég að því að hún elskaði golf og þá uppgötvaði ég að þarna væri ég með allt sem mig hafði dreymt um og meira til. Ég varð yfir mig glaður. Ég er svo hrifinn af henni og hversu greind hún er, ég er hrifinn af húmor hennar og vinnubrögðum. Til hamingju með afmælið Catherine. Ég elska þig svo heitt,“ ritaði hann svo innilega við kveðjuna eins og góðri vog sæmir.


  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson