Óútgefin hljóðupptaka af Lennon á uppboði

Óútgefin kassetta með tónlistarmanninum John Lennon og Yoko Ono verður á uppboði í dag, þriðjudag, í Kaupmannahöfn í Danmörku. 

Um er að ræða 33 mínútna langa upptöku sem fjórir danskir unglingar tóku upp fyrir meira en 50 árum, nokkrum mánuðum áður en Bítlarnir, hljómsveit Lennons, tilkynntu að sveitin væri hætt. 

Á upptökunni er viðtal við hjónin og lag sem talið er að hafi aldrei komið út. Uppboðshúsið Bruun Rasmussen telur að upptakan muni fara á fjórar til sex milljónir króna. 

Viðtalið var tekið í janúar árið 1970 þegar fjórir unglingsdrengir ákváðu að taka viðtal við Lennon og Ono fyrir skólablaðið sitt. 

„Við vorum hópur af 16 ára hippum,“ sagði Karsten Hoejen, einn af þeim sem tóku viðtalið. Þeir höfðu mestan áhuga á baráttu Lennons og Ono fyrir friði. 

Upptakan er gríðarlega sjaldgæf en með henni fylgir upprunalegt eintak af skólablaðinu sem viðtalið birtist í og 23 myndir af viðtalinu og Lennon og Ono.

BBC

Yoko Ono og John Lennon árið 1969.
Yoko Ono og John Lennon árið 1969. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant