Féll ekki fyrir tvíburabróður eiginmanns síns

Benji Madden og Cameron Diaz.
Benji Madden og Cameron Diaz. Samsett mynd /AFP

Hollywoodstjarnan Cameron Diaz er gift tónlistarmanninum Benji Madden. Madden er eineggja tvíburi en Diaz segir að hann sé engan veginn eins og bróðir hans, Joel Madden, sem hún var aldrei skotin í. 

Það var ást við fyrstu sýn hjá Diaz en hún greindi frá því í hlaðvarpsþætti Önnu Faris, að því er fram kemur á vef Today, að hún féll strax fyrir eiginmanni sínum. Það voru reyndar bróðir hans Joel og eiginkona hans Nicole Richie sem kynntu þau.

Þó svo að Joel Madden og Nicole Richie kæmu ekki á blindu stefnumóti þá kynntust þau Diaz og Benji Madden vegna þeirra. „Við vorum í sama herbergi vegna þeirra og þá fundum við hvort annað,“ sagði Diaz. 

„Af hverju hafði ég ekki séð hann áður?“ hugsaði Diaz með sér. Samstarfskona Diaz sagði það fyndið vegna þess að Diaz hefði hitt eineggja tvíburabróður hans fyrst. Stjarnan benti þá á að þótt þeir væru tvíburar væru þeir sjálfstæðir einstaklingar. „Þeir eru ekki sama manneskjan, þeir eru svo ólíkir,“ sagði hún. „Þótt þeir séu tvíburar eru þeir augljóslega mjög, mjög ólíkir.“

Diaz rifjaði upp fyrsta fund þeirra. „Hann er heitur. Ég hef ekki séð hann áður,“ hugsaði hún með sér þegar hann gekk í áttina til hennar. Þegar hún kynntist honum og áttaði sig á hvers konar maður hann væri vissi hún að hann væri maðurinn sem hún var að bíða eftir; gimsteinninn í lífi sínu. 

Diaz og Madden gengu í hjónaband á heimili sínu í Beverly Hills í janúar 2015. Fimm árum seinna eignuðust þau sitt fyrsta barn.

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.