Nýja Bond-myndin slær sölumet

Daniel Craig, aðalleikari No Time To Die, á rauða dreglinum …
Daniel Craig, aðalleikari No Time To Die, á rauða dreglinum á fimmtudag þegar myndin var frumsýnd. AFP

No Time To Die, nýjasta kvikmyndin um njósnarann James Bond, er söluhæsta Bond-mynd allra tíma, sé miðað við miðasölu kvikmyndahúsa fyrstu helgina eftir frumsýningu. Tekjur af myndinni nema nú þegar 25 milljónum punda, andvirði 4,3 milljarða króna.

Salan lofar góðu

Myndin var frumsýnd í Bretlandi og á Írlandi á fimmtudaginn var og eru tekjurnar af miðasölu þar þær mestu, miðað við fyrstu þrjá dagana, í 60 ára sögu Bond-myndanna.

No Time To Die er nú þegar orðin tekjuhæsta kvikmyndin í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn skall á snemma árs í fyrra, þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið örfáa daga í sýningu. Þetta er sagt vera tilefni til bjartsýni fyrir iðnað kvikmyndahúsa um allan heim, sem legið hefur að mestu í dvala.

Nýja myndin hefur þegar verið frumsýnd í 54 löndum; Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi, Spáni, Brasilíu, Japan o.fl. Samanlagt hefur myndin rakað inn alls 121 milljónum dollara, andvirði 15,4 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant