Hamingjan eltir Ben Affleck á röndum

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ástfangin upp fyrir haus.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ástfangin upp fyrir haus. FILIPPO MONTEFORTE

Leikarinn góðkunni, Ben Affleck, segist í samtali við Extra TV vera óendanlega hamingjusamur með lífið og tilveruna. Má draga þá ályktun að hamingja hans felist að stórum hluta í því að hafa endurheimt söng- og leikkonuna Jennifer Lopez inn í líf sitt. 

Endurtekið ástarævintýri þeirra Bens Afflecks og Jennifer Lopez hefur vart farið framhjá neinum. Stjörnuparið hefur sést í þéttingsföstum faðmlögum og kossaflensi um víða veröld síðustu misseri og virðist heimsbyggðin ekki halda vatni yfir þeim.

„Ég er virkilega hamingjusamur. Þetta er mjög hamingjuríkur tími í lífi mínu. Lífið er gott,“ er haft eftir honum.

Þrátt fyrir að sést hafi til parsins njóta mikils tíma saman upp á síðkastið hafa þau bæði haft í nógu öðru að snúast. Til að mynda hefur Affleck leikið í tveimur bíómyndum og farið með aðalhlutverk í þeim. The Tender Bar er leikstýrt af hinum eina sanna George Clooney og var frumsýnd síðasta sunnudag í kvikmyndahúsum vestanhafs. Þá leikur hann einnig í kvikmyndinni The Last Duel, eftir leikstjórann Ridley Scott, sem frumsýnd verður 15. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant