Bond fékk stjörnu

Stórleikarinn Daniel Craig fékk stjörnu á frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Angeles í gær. Nýjasta kvikmynd hans og hans síðasta Bond-kvikmynd, No Time To Die, var frumsýnd á dögunum og hefur hlotið góðar viðtökur. 

„Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta, en það er mér mikill heiður að fólk geti nú gengið yfir mig í Hollywood,“ sagði Craig við athöfn á frægðargötunni í gær og bætti við að hann væri mjög ánægður með árangurinn. 

No Time To Die var frumsýnd í lok september og er komin í kvikmyndahús víða um heim. Kvikmyndin sló sölumet sína fyrstu helgi í kvikmyndahúsum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.