Flytur aftur heim til Ástralíu

Kylie Minogue ætlar að flytja aftur heim til Ástralíu eftir …
Kylie Minogue ætlar að flytja aftur heim til Ástralíu eftir 30 ár í Bretlandi. AFP

Ástralska söngkonan Kylie Minogue ætlar að flytja aftur heim til Ástralíu eftir þrjátíu ára búsetu í Bretlandi. Minogue ræddi um flutningana í viðtali á BBC Radio 2. 

Minogue sagðist þó alltaf myndu heimsækja Bretland reglulega eftir að hún flytur aftur til heimalandsins. 

„Margir vina minna hafa hringt í mig, vinir mínir á veitingastað í hverfinu, og spurt mig hvað ég meini, ég geti ekki farið. Ég sagði þeim að ég væri í raun ekki að fara neitt. Ég hefði búið hérna í þrjátíu ár og ég myndi alltaf koma aftur,“ sagði hin 53 ára gamla söngkona. 

Undanfarið árið hefur hún eytt miklum tíma í Ástralíu með fjölskyldu sinni. Minogue gaf nýlega út lagið A Second To Midnight í samstarfi við tónlistarmanninn Olly Alexander. Hún sagði að sig dreymdi um að fara á tónleikaferðalag á ný og að ferð um heiminn væri í pípunum.

BBC 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.