Netflix hækkar verð í fyrsta sinn síðan 2019

AFP

Streymisveitan Netflix hækkar verð á venjulegri áskrift [e. standard] og úrvalsáskrift frá og með deginum í dag. Er um að ræða fyrstu verðhækkun fyrirtækisins síðan árið 2019. Verð á grunnáskrift [e. basic] mun ekki hækka. 

Verð fyrir grunnáskrift mun því haldast í 7,99 evrum mánaðarlega, eða því sem nemur um 1.193 íslenskum krónum. Verð á venjulegri áskrift hækkar úr 11,99 evrum í 12,99 eða úr því sem nemur um 1.790 krónum í um 1.940 krónur. Þá hækkar verð á úrvalsáskrift um tvær evrur, eða úr 15,99 evrum í 17,99 evrur og verður því um 2.686 krónur í stað 2.387 króna áður.

Í tilkynningu frá Netflix segir að streymisveitan breyti verði sínum við og við til þess að „endurspegla umtalsverðar fjárfestingar“ sem streymisveitan hefur gert í nýjum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. 

„Við munum halda áfram að auka fjölbreytileika úrvalsins hjá okkur. Grunnaðildin okkar mun áfram vera á sama verði og viljum við með því tryggja að sem flestir geti notið efnisins sem við bjóðum upp á.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.