Sækja um skilnað í þriðja sinn

Princess Love og Ray J.
Princess Love og Ray J. AFP

Tónlistarmaðurinn Ray J hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Princess Love. Þetta er í þriðja sinn sem hjónin reyna að binda enda á hjónaband sitt. Skilnaðarferli þeirra hófst í fyrra en þau hafa tvisvar hætt við. 

Ray J er einna þekktastur fyrir að vera fyrr­ver­andi kær­asti Kim Kar­dashi­an en heima­til­búið kyn­lífs­mynd­band þeirra lak á netið árið 2007.

Tónlistarmaðurinn sótti um skilnað í vikunni en ósætti er ástæða skilnaðarins að því er fram kemur á vef TMZ. Love sótti fyrst um skilnað í maí 2020 en hætti við í júlí sama ár. Í september í fyrra var það svo Ray J sem ákvað að sækja um skilnað. Enn og aftur reyndu þau að vinna í sambandinu og hættu við að skilja í febrúar á þessu ári. Það gekk þó ekki betur en svo að nú hefur tónlistarmaðurinn sótt aftur um skilnað. 

Hjónin giftu sig árið 2016 og eiga tvö börn saman, dóttur sem er fædd árið 2018 og son sem fæddist 2020.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.