Eurovision fer fram í Tórínó

Ítalska hljómsveitin Måneskin sigraði í Eurovision-söngvakeppninni í ár og því …
Ítalska hljómsveitin Måneskin sigraði í Eurovision-söngvakeppninni í ár og því fer keppnin fram í Tórínó á Ítalíu á næsta ári. AFP

Eurovision söngvakeppnin mun fara fram í borginni Tórínó á Ítalíu í maí á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti um þetta í dag og greindi einnig frá því að aðalkeppnin muni fara fram hinn 14. maí. 

Undankvöldin tvö verða hinn 10. og 12. maí. 

Tórínó er þriðja borgin á Ítalíu til að halda Eurovision en keppnin hefur áður verið haldin í Napólí og Róm. 

Framkvæmdastjóri keppninnar, Martin Österdahl, sagði í tilkynningu í dag að Tórínó væri hin fullkomna borg fyrir söngvakeppnina og sagði þau stefna að því að gera keppnina virkilega einstaka. 

Tórínó.
Tórínó. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.