Liðsmenn Måneskin á adamsklæðunum

Hljómsveitarmeðlimir Måneskin virðast ansi nánir.
Hljómsveitarmeðlimir Måneskin virðast ansi nánir. Skjáskot/Instagram

Ítalska rokkhljómsveitin Måneskin, sem sigraði Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva svo eftirminnilega í maí síðastliðnum, hefur haft í nógu að snúast frá því að hún lauk keppni. Síðustu misseri hefur hljómsveitin haldið aðdáendum sínum á tánum með því að hinta að þeim alls kyns sýnishornum af nýju lagi sem er væntanlegt í útvarp og á streymisveitur nú á næstu dögum.

Hafa liðsmenn sveitarinnar farið ýmsar leiðir til þess að vekja athygli á væntanlegum smelli. Meðal annars hafa þau setið fyrir kviknakin, löðrandi í olíu, með stjörnur fyrir kynfærum sínum. Þá hefur einnig borið á því að eina kona hljómsveitarinnar auglýsi lagið með því að hafa heiti þess áberandi á beltissylgju á meðan hún gerir sig líklega til þess að fara inn á kynfæri sín.

Hljómsveitin hefur náð miklum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi og komið fram víðs vegar um heim. Instagram reikningur sveitarinnar er lifandi dæmi þess að áhugi fólks á bandinu er gríðarlega mikill, enda augljóst að fylgjendahópurinn fer ört hækkandi.

Miðað við viðbrögð aðdáenda við þessu myndefni er mikil tilhlökkun á meðal þeirra en sumum þeirra virtist bregða örlítið í brún. Markmiði hljómsveitarinnar er því líklega náð.

Lagið sem um ræðir heitir Mammamia og kemur út í dag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.