Madonna sýndi bossann hjá Fallon

Söngkonan Madonna.
Söngkonan Madonna. mbl.is/Instagram

Poppdrottningin Madonna olli miklu fári þegar hún kom fram í spjallþættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon fyrr í vikunni þegar hún prílaði upp á borð þáttastjórnandans með miklum og þokkafullum tilþrifum.

Madonna var komin í spjallþáttinn til að ræða nýja heimildarmynd sem ber nafnið Madame X og fjallar um tónleikaferðalag hennar sem spannaði 75 daga á árunum 2019-2020. 

„List er mjög mikilvæg í okkar lífi. Listamenn eru hér til þess að trufla friðinn,“ sagði Madonna áður en hún gerði sig líklega til þess að hneyksla þáttastjórnanda og áhorfendur. Henti hún niður kaffibolla Fallons þegar hún var komin upp á borð í þeim einskæra tilgangi að vekja athygli og eftirtekt á sjálfri sér. 

Þar var sýningunni hins vegar ekki lokið því áður en hún settist aftur í gestasætið til þess að hefja samtal við Fallon á ný, fletti hún kjól sínum upp þannig að afturendinn sást vel. Enda var hún klædd í þunnar netasokkabuxur, við stuttan kjól, sem voru fremur gegnsæjar. Hafði Fallon farið úr jakkanum til þess að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað vafasamt myndi sjást í beinni útsendingu en Madonna er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir. 

Atvikið má sjá hér að neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.