Myndskeið: Birkir Blær komst áfram í sænska Idol

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri keppir í sænska Idol.
Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri keppir í sænska Idol. Ljósmynd/Skjáskot

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri, komst áfram í sænsku Idol-söngkeppninni í kvöld, sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni TV4.

Hann flutti lagið Húsavík úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem eflaust flestir landsmenn kannast við.

Birkir flutti lagið við góðar undirtektir bæði áhorfenda og dómara. Í síðasta þætti söngkeppnarinnar, föstudaginn var, flutti Birkir lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo og komst hann áfram fyrir þá frammistöðu.

Stundar tónsmíðar í Gautaborg

Birk­ir er 21 árs, bú­sett­ur í Gauta­borg og stund­ar þar tón­smíðar og upp­tök­ur en hann gaf út sína fyrstu plötu, Patient, fyr­ir ári síðan.

Ak­ur­eyri.net hef­ur fjallað um veg­ferð Birk­is í þátt­un­um, en einn söngv­ari mun standa uppi sem sig­ur­veg­ari um miðjan des­em­ber.

Hér má sjá Birki heilla dóm­ara upp úr skón­um með frammistöðu sinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson