Myndskeið: Birkir Blær komst áfram í sænska Idol

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri keppir í sænska Idol.
Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri keppir í sænska Idol. Ljósmynd/Skjáskot

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri, komst áfram í sænsku Idol-söngkeppninni í kvöld, sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni TV4.

Hann flutti lagið Húsavík úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem eflaust flestir landsmenn kannast við.

Birkir flutti lagið við góðar undirtektir bæði áhorfenda og dómara. Í síðasta þætti söngkeppnarinnar, föstudaginn var, flutti Birkir lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo og komst hann áfram fyrir þá frammistöðu.

Stundar tónsmíðar í Gautaborg

Birk­ir er 21 árs, bú­sett­ur í Gauta­borg og stund­ar þar tón­smíðar og upp­tök­ur en hann gaf út sína fyrstu plötu, Patient, fyr­ir ári síðan.

Ak­ur­eyri.net hef­ur fjallað um veg­ferð Birk­is í þátt­un­um, en einn söngv­ari mun standa uppi sem sig­ur­veg­ari um miðjan des­em­ber.

Hér má sjá Birki heilla dóm­ara upp úr skón­um með frammistöðu sinni í kvöld.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.