Barðist við brenglaða sjálfsmynd

Tom Daley var undir miklum þrýstingi að léttast og átti …
Tom Daley var undir miklum þrýstingi að léttast og átti í óheilbrigðu sambandi við mat.

Breski dýfingameistarinn Tom Daley segist hafa átt við átröskun að stríða árið 2012 þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í London. 

„Ég neyddi mig til þess að kasta upp. Ég steig á vigtina dag hvern. Ég átti mjög óheilbrigt samband við mat og sjálfsmynd mína. Þetta var væg átröskun hjá mér. Karlar eru oft ekki sagðir fá átröskun og því er erfitt að stíga fram með slík vandamál. 

Ég þurfti að kljást við sjálfsmyndina og það hvernig ég borðaði og skammaðist mín fyrir það sem ég borðaði. Sem íþróttamaður hefur maður ýmsar hugmyndir um líkamann. Fólk horfir á íþróttamenn og segir stöðugt: Hvað er þetta, þú ert í góðu formi og þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. En sem einhver sem stundar dýfingar þá er maður svo nakinn þarna uppi á dýfingapallinum. Það er svo bersýnilegt. Það er mjög erfitt að vera ánægður með líkama sinn og maður vill alltaf verða betri.“

Daley segist hafa verið undir þrýstingi að léttast. „Þessi vandamál áttu ekki rætur að rekja til fjölmiðla heldur vegna þrýstings innan keppnisgreinarinnar. Það var stöðugt verið að segja mér að ég væri of þungur og þyrfti að grennast til þess að skara fram úr.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.