Eru sögð stuða fræga fólkið

Hertogahjónin af Sussex Meghan og Harry.
Hertogahjónin af Sussex Meghan og Harry. AFP

Nýafstaðin New York ferð Harrys og Meghan hefur vakið ýmsar spurningar um stöðu þeirra hjóna. Þau eru sögð vilja staðsetja sig skör ofar en annað frægt fólk og það fellur ekki vel í kramið hjá hinum ríku og frægu.

„Fólk bæði í New York og Hollywood var hissa á þessari ferð þeirra,“ segir heimildarmaður tímaritsins Heat. „Margir telja að Meghan og Harry séu að reyna að staðsetja sig skör hærra en annað frægt fólk og vekur það undrun. Það er líkt og þau vilji halda í konunglega stöðu sína og fá alla þá athygli og völd sem fylgja slíkri stöðu. Þetta finnst mörgum mjög stuðandi og fráhrindandi.“

 
„Þetta snýst ekki bara um hvernig hann yfirgaf konungsfjölskylduna, þó að það hafi vissulega verið honum skaðlegt,“ segir sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar.
Russel Myers, sem hefur sérhæft sig í konunglegum málefnum, segir að aðdráttarafl þeirra hafi ekki reynst mikið í Bandaríkjunum.
„Ég er ekki viss um að þau eigi hljómgrunn meðal Bandaríkjamanna. Það er augljóslega einhver áhugi en þau eru kannski ekki jafndáð þar og við héldum í fyrstu,“ segir Myers.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.