Mun aldrei sætta sig við andlát systur sinnar

Kieran Culkin.
Kieran Culkin. Ljósmynd/IMDb

Leikarinn Kieran Culkin segir að hann muni aldrei sætta sig við andlát systur sinnar, Dakota, sem lést í bílslysi fyrir 13 árum. Culkin, sem fer með aðalhlutverk í þáttunum Succession, opnaði sig um andlát systur sinnar í forsíðuviðtali við The Hollywood Reporter á dögunum. 

„Þetta er það versta sem hefur nokkurn tíman komið fyrir, og það er ekki hægt að sykurhúða það,“ sagði Culkin og bætti við að þau systkinin hefðu öll unnið úr áfallinu með mismunandi hætti. Culkin er einn átta systkina, en systkini hans eru meðal annars leikararnir Macaulay og Rory Culkin.

„Ég sætti mig við það á þeim tíma, að hún væri farin að eilífu og að þetta yrði aldrei allt í lagi. Þetta verður alltaf hræðilegt. Ég fer enn að gráta upp úr þurru,“ sagði leikarinn. Dakota var þrítug þegar hún lést. 

Culkin viðurkennir að eftir að hann eignaðist börnin sín tvö hafi missirinn tekið á sig nýja mynd, þar sem hann syrgði frænkuna sem börnin hans fengu aldrei að hitta. 

„Stundum hugsa ég um eitthvað fyndið sem hún gerði, hlæ og fer svo að gráta. Stundum er það tilhugsunin um að hún muni aldrei hitta börnin mín, og þau fái ekki að eiga hana, það er svo erfitt að lýsa því hvernig það er,“ sagði Culkin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson