Dýrð eða dauði

Atriði úr þáttunum Squid Game, sem hafa slegið í gegn …
Atriði úr þáttunum Squid Game, sem hafa slegið í gegn hjá efnisveitunni Netflix. AFP

Smokkfiskaleikurinn nefnast vinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix um þessar mundir. Þættirnir eru frá Suður-Kóreu og heita Squid Game á ensku. Þeir eru í efsta sæti hjá veitunni í 90 löndum, þar á meðal Íslandi. Þættirnir eru svo vinsælir í heimalandinu að veitendur netþjónustu þar hafa höfðað mál á hendur Netflix af því að netþjónar þeirra ráða ekki við álagið.

Þátttakendur í leikjunum í þáttunum Squid Game eru úr röðum …
Þátttakendur í leikjunum í þáttunum Squid Game eru úr röðum þeirra sem minnst hafa á milli handanna og erum svo skuldum hlaðnir að örvæntingin er að sliga þá. Sigur getur fært svimandi há verðlaun, en þeir sem tapa deyja. AFP


Talsmenn Netflix segja að allt stefni í að Smokkfiskaleikurinn verði vinsælasta sjónvarpsþáttaröð veitunnar. „Smokkfiskaleikurinn verður án vafa vinsælasta þáttaröðin þar sem ekki er töluð enska,“ sagði Ted Sarando, einn af stjórnendum Netflix, 27. september. „Þættirnir hafa aðeins verið í sýningu í níu daga og eftir fyrstu áhorfendatölum að dæma gætu þeir orðið vinsælasta þáttaröð okkar frá upphafi.“
Þættirnir gerast á ónefndum stað í Suður-Kóreu. 465 körlum og konum, sem eiga sammerkt að vera í fjárkröggum, hefur verið safnað saman og þau fengin til að keppa í klassískum suðurkóreskum barnaleikjum. Sigurvegarinn fær tæplega fimm milljarða króna. Hængurinn er eins og brátt rennur upp fyrir þátttakendum að þeirra sem tapa bíður bráður bani með grimmilegum hætti.

Þættirnir Squid Game eru suður-kóreskir og stefna í að verða …
Þættirnir Squid Game eru suður-kóreskir og stefna í að verða þeir vinsælustu, sem Netflix hefur gert eða sýnt. AFPSmokkfiskaleikurinn minnir meðal annars á bækurnar Hungurleikana, sem vinsælar myndir voru gerðar eftir.
Hwang Dong-hyuk, leikstjóri þáttanna, sagði í viðtali við breska blaðið The Times að þegar hann hefði byrjað að skrifa handritið að þáttunum árið 2008 hefði fjölskylda hans verið bláfátæk. „Við vorum stórskuldug,“ sagði hann og bætti við að hann vildi leggja áherslu á þann raunveruleika, sem blasti við suðurkóreskum fjölskyldum á borð við sína, sem þyrftu að glíma við svimandi skuldir.

Stjórnendur leikjanna í Squid Game klæðast grímum og rauðum göllum, …
Stjórnendur leikjanna í Squid Game klæðast grímum og rauðum göllum, en keppendurnir eru hins vegar grænklæddir. Þegar er komin eftirspurn eftir búningum úr þáttunum fyrir hrekkjavökuna í lok mánaðar. AFPUpphaflega var ætlunin að gera bíómynd, en eftir að hafa verið hafnað í nokkur skipti lagði Hwang drög að þáttum og gekk á fund Netflix 2018. Tökur á þáttunum hófust í maí í fyrra og lauk í febrúar.
Nánar er fjallað um þættina í Sunnudagsblaðinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.