Heimferð prinsessunnar tefst enn

Charlene prinsessa hefur glímt við alvarlega heilsubresti undanfarið sem hafa …
Charlene prinsessa hefur glímt við alvarlega heilsubresti undanfarið sem hafa haldið henni frá fjölskyldu sinni í Mónakó. AFP

Enn er ekki vitað hvenær Charlene prinsessa af Mónakó má ferðast heim til sín. Hún hefur dvalið í Suður-Afríku mánuðum saman og sagt er að hún megi ekki ferðast vegna veikinda.

Albert fursti af Mónakó segist bjartsýnn á að hún komi fljótlega heim. „Hún er enn í Suður-Afríku en kemur bráðum aftur heim. Við tölum við læknana eftir nokkra daga. Vonandi í lok október,“ sagði Albert í viðtali við RMC-útvarpsstöðina.

„Henni líður betur. Þetta var mjög flókið því það voru mörg mismunandi vandamál sem hrjáðu hana,“ sagði Albert en Charlene hefur þurft að gangast undir margar aðgerðir vegna sýkinga í ennisholum.

„Hún er tilbúin. Hún gantast stundum með að fela sig í skipi til þess að komast til Evrópu,“ sagði Albert að lokum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.