Heimferð prinsessunnar tefst enn

Charlene prinsessa hefur glímt við alvarlega heilsubresti undanfarið sem hafa …
Charlene prinsessa hefur glímt við alvarlega heilsubresti undanfarið sem hafa haldið henni frá fjölskyldu sinni í Mónakó. AFP

Enn er ekki vitað hvenær Charlene prinsessa af Mónakó má ferðast heim til sín. Hún hefur dvalið í Suður-Afríku mánuðum saman og sagt er að hún megi ekki ferðast vegna veikinda.

Albert fursti af Mónakó segist bjartsýnn á að hún komi fljótlega heim. „Hún er enn í Suður-Afríku en kemur bráðum aftur heim. Við tölum við læknana eftir nokkra daga. Vonandi í lok október,“ sagði Albert í viðtali við RMC-útvarpsstöðina.

„Henni líður betur. Þetta var mjög flókið því það voru mörg mismunandi vandamál sem hrjáðu hana,“ sagði Albert en Charlene hefur þurft að gangast undir margar aðgerðir vegna sýkinga í ennisholum.

„Hún er tilbúin. Hún gantast stundum með að fela sig í skipi til þess að komast til Evrópu,“ sagði Albert að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant