MR kom, sá og sigraði

Jóhanna Björk Snorradóttir.
Jóhanna Björk Snorradóttir. Skjáskot/Úr útsendingu Vísis

Menntaskólinn í Reykjavík vann Söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi. Það var Jóhanna Björk Snorradóttir sem flutti lagið Distance eftir Yebba sem sigldi sigrinum heim í MR. 

Söngkeppnin var í beinni útsendingu á Vísi.

Bakraddir með Jóhönnu sungu Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, Dögg Magnúsdóttir og Jana Björg Þorvaldsdóttir.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafnaði í öðru sæti en Þorsteinn Helgi Kristjánsson flutti lagið Tennessee Whiskey eftir Chris Stapleton fyrir hönd skólans. Þá varð Menntaskólinn í tónlist í þriðja sæti en Rakel Björgvinsdóttir flutti lagið Creep eftir hljómsveitina Radiohead.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.