Þurfti að nærast með slöngu

Tucci er mikill áhugamaður um mat og því var erfitt …
Tucci er mikill áhugamaður um mat og því var erfitt fyrir hann að geta ekki borðað.

Stanley Tucci segist enn ekki geta borðað hvað sem er þremur árum eftir að hann gekkst undir meðferð við krabbameini í munni. 

Tucci, sem er 60 ára, sagði í viðtali við Lorraine að hann hefði neyðst til þess að nærast með hjálp slöngu í sex mánuði meðan hann gekkst undir geislameðferð. Það hefði skaðað mjög munn hans að innan, bragðlauka og munnvatnsframleiðslu.

„Það tók tvö ár að fá munninn aftur í eðlilegt horf. Þetta var slæmt. Miklu verra en ég hélt. Æxlið í tungunni var stórt og ekki hægt að skera það burt. Ég þurfti því að fara í mjög sterka geisla- og lyfjameðferð. Ég borðaði með aðstoð slöngu í sex mánuði. Þremur árum síðar er allt gott en ég get samt ekki borðað allt sem ég vil,“ segir Tucci, sem missti 15 kg í meðferðinni.

Tucci segist afar þakklátur fyrir lífið. „Að öllu þessu sögðu þá er þetta lítið gjald að greiða fyrir að fá að lifa og vera með fjölskyldu minni.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.