Með bert á milli í faðmlögum

Ben Affleck og Jennifer Lopez á frumsýningu The Last Duel …
Ben Affleck og Jennifer Lopez á frumsýningu The Last Duel í New York. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez fylgdi kærastanum sínum, leikaranum Ben Affleck, á rauða dregilinn þegar kvikmyndin The Last Duel var frumsýnd í New York um helgina. Affleck og Lopez voru límd við hvort annað allt kvöldið. 

Bennifer eins og parið er kallað var glæsilegt þegar þau mættu á frumsýninguna. Affleck var í jakkafötum frá Ralph Lauren en Lopez sýndi stælta magavöðvana í pilsi og langerma magabol Hervé Léger. 

Affleck skrifaði handritið og leikur í myndinni en það gerir einnig æskuvinur hans Matt Damon. Damon er hæstánægður með að Affleck og Lopez eru byrjuð aftur saman. „Það er frábært. Það er yndislegt,“ sagði Damon í viðtali á vef ET brosandi. „Ég er bara ánægður með að sjá vin minn mjög hamingjusaman.“

Ben Affleck og Jennifer Lopez voru ástfangin á rauða dreglinum.
Ben Affleck og Jennifer Lopez voru ástfangin á rauða dreglinum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.