Andrés Bretaprins setur svartan blett á konungsfjölskylduna

Andrés Bretaprins veldur konungsfjölskyldunni miklum vonbrigðum.
Andrés Bretaprins veldur konungsfjölskyldunni miklum vonbrigðum. AFP

Andrés Bretaprins er sagður eiga óafturkvæmt inn í konungsfjölskylduna eftir að hann var kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn Virginu Giuffre. Brotin eru sögð hafa verið fyrirskipuð af barnaníðingnum Jeffery Epstein. 

Upplifir fjölskyldan mikla niðurlægingu og skömm vegna ásakana fórnarlambsins á hendur Andrési en Virginia Giuffre höfðaði mál gegn honum í ágúst síðastliðnum. Hefur Andrés neitað öllum ásökunum fram til þessa og haldið sig til hlés í Balmoral-kastalanum í Skotlandi síðan málið kom upp. 

Samkvæmt frétt frá Sunday Times er haft eftir heimildarmanni konungsfjölskyldunnar að þau séu harmi slegin yfir framferði Andrésar og það sé engin leið fyrir hann að snúa til baka í sitt gamla horf. „Fjölskyldan mun aldrei láta það gerast. Það er enginn möguleiki á að hann komi til baka eins og ekkert hafi í skorist.“

Þá er einnig haft eftir heimildarmanni að systkini Andrésar Bretaprins, þau Karl, Anna og Játvarður, hafi átt fund fyrir nokkrum mánuðum þar sem þau ræddu um bróður sinn. Voru þau sammála um að hann væri svarti sauður fjölskyldunnar sem ekki væri hægt að hylma yfir á neinn hátt og ætti því ekki afturkvæmt í fjölskylduna. Nýtur hann stuðnings fárra úr fjölskyldunni en frændur hans, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, eru ekki aðdáendur Andrésar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler