Ekki tekin aftur saman

Kim Kardashian og Kanye West eru ekki tekin aftur saman.
Kim Kardashian og Kanye West eru ekki tekin aftur saman. AFP

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Kim Kardashian og fjöllistamaðurinn Kanye West eru ekki tekin aftur saman þrátt fyrir þrálátar sögusagnir. West fylgdi Kardashian í þáttinn Saturday Night Live á laugardag og eyddi með henni miklum tíma í New York-borg dagana þar á undan. 

Heimildarmaður Page Six segir að þrátt fyrir ýmsar vísbendingar og orðróm séu þau ekki saman. 

„Ekkert hefur breyst. Þau eru ekki saman. Hann er enn í fjölskyldunni og er vinur. Þau hafa unnið í vináttusambandi sínu fyrir börnin sín, og styðja áfram hvort annað. Það munu alltaf gera það,“ sagði heimildarmaður People. 

Kardashian sótti um skilnað við West fyrr á þessu ári. Þau eiga fjögur börn saman og hafa sést mikið opinberlega. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Svolítil háttvísi kemur þér vel áleiðis í dag og gerir þér fært að sigla milli skers og báru í erfiðum aðstæðum. Mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar.