Ritstjóri New Yorker skilur ekkert í Ófærð

Ritstjóri New Yorker náði ekki að fylgja söguþræðinum í Ófærð.
Ritstjóri New Yorker náði ekki að fylgja söguþræðinum í Ófærð. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

David Remnick, ritstjóri bandaríska tímaritsins New Yorker, er ekki hrifinn af íslensku sjónvarpsþáttunum Ófærð. Í raun skildi hann hvorki upp né niður í þeim og fannst asnalegt að þeir gerðust bara í „einhverjum bæ í einhverjum firði“ en ekki í Reykjavík. 

Remnick var gestur þeirra Jason Bateman, Sean Hayes og Will Arnett í hlaðvarpsþættinum Smartlest sem kom út í vikunni. Þegar þáttastjórnendur spurðu hvort hann ætti sér sakbitna sælu (e. guilty pleasure) sagðist hann stundum horfa á norræna þætti.

„Ég var að horfa á einhverja norræna þætti. Þið vitið að það er fullt af norrænum hasarþáttum og margir þeirra eru góðir. En það eru líka margir sem eru ótrúlega leiðinlegir. Þessir sem ég var að horfa á gerðust á Íslandi, og þeir gerðust ekki einu sinni í Reykjavík, þeir voru svo leiðinlegir. Þeir gerðust í einhverjum slæmum bæ í einhverjum firði. Ég náði ekki að fylgjast með neinu en ég varð samt að horfa á þá,“ sagði Remnick og voru þáttastjórnendur nokkuð sammála honum og könnuðust við þættina. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant