„Það er pínu dans að stjórna kór“

„Ég varð kórstjóri fyrir tilviljun,“ segir óperusöngvarinn og leikarinn Jón Svavar Jósefsson sem í þessum mánuði frumsýnir Ástardrykkinn eftir Donizetti með sviðslistahópnum Óði í Leikhúskjallara Þjóðleikhússins. 

Jón Svavar stjórnar meðal annars Bartónum Kallakór Kaffibarsins. „Það var bara af því að það vantaði skemmtiatriði á ákveðnum vinnustað og það kom hugmynd að því að gera söngatriði. Þetta vatt fljótlega upp á sig vegna þess að þetta skemmtiatriði var orðið að þrjátíu manna karlakór ári seinna. Í dag erum við orðnir rúmlega fjörutíu og æfum enn á Kaffibarnum,“ segir Jón Svavar og viðurkennir fúslega að hann sé líflegur stjórnandi. 

„Ég dreg út úr fólki það sem mér finnst ég þurfa að draga út úr því,“ segir Jón Svavar sem stjórnar einnig meðal annars kvennakór sem nefnist Hrynjandi. „Það er mjög gaman að stjórna bæði karlakór og kvennakór enda margt sem er líkt og margt sem er ólíkt og allt önnur stemning ríkjandi. Svo hef ég verið að stjórna blönduðum kórum. Eitt leiddi bara af öðru. Allt í einu er ég bara farinn að stjórna mörgum kórum og það orðinn stór partur af mínu starfi,“ segir Jón Svavar og tekur fram að hann hafi lært mjög mikið á því að nálgast tónlist sem kórstjóri.

„Þegar fólk sér kóra syngja horfir það á kórstjórann sem einhvern sem slær bara taktinn. En þegar á hólminn er komið þá er búið að vinna alla vinnuna fyrirfram. Öll æfingin og starfið felst í því að búa atriðið til og svo þegar við flytjum það þá er maður bara með að dansa. Það er pínu dans að stjórna kór. Auðvitað skiptir máli að slá réttan hrynjandi fyrir viðfangsefnið,“ segir Jón Svavar og tekur fram að tjáningin hjálpi honum að toga út úr kórsöngvurum réttu orkuna. „Mér finnst starfið snúast um að vera tjáningarríkur og kórarnir mínir svara eftir því hversu einlægur ég er í tjáningunni.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Jón Svavar í heild sinni í Dag­málum Morg­un­blaðsins

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.