Bónorðið alls ekki fullkomið

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var margt sem fór úrskeiðis þegar stórsöngvarinn Ed Sheeran bað eiginkonu sinnar Cherry Seaborn. Að lokum fór þó allt vel og Seaborn játaðist Sheeran.

Sheeran og Seaborn gengu í hjónaband í lítilli kirkju í janúar árið 2019 en bónorðið gekk heldur brösulega líkt og hann sagði frá í sænsk-norska þættinum Skavlan á dögunum. 

„Foreldrar hennar giftu sig aldrei. Þau eru gift núna, en þau voru saman í yfir 30 ár. Þannig að hún ólst ekki upp við að hjónaband væri mikilvægt. Ég labbaði inn í þetta með það í huga að ég vissi ekki hvort hún myndi segja já. Ég innilega vissi það ekki,“ sagði Sheeran. 

Auk þess að vera óviss með svör ástkonu sinnar var mikið votviðri daginn sem hann bað hennar og eyðilagði veðrið næstum því áform hans. Hann hafði hugsað sér að biðja hennar í litlum laufskála í garðinum við sólsetur. 

„Ég var allt kvöldið að biðja hana að koma út í göngutúr. Og hún vildi það ekki, en ég þrábað hana. Klukkan tifaði og ég var búinn að láta letra dagsetninguna í hringana. Ég þurfti að gera þetta í dag og klukkan er orðin níu,“ sagði Sheeran. Hann kom henni að lokum út í smá göngutúr.

Þegar hann fór niður á annað hnéð batnaði ekki ástandið. 

„Ég sagði: „Viltu giftast mér?“ Og hún var bara: „Ertu að fokking grínast í mér?“ Ég man að það var bara löng þöng og ég sagði plís. Mér hefur aldrei fundist ég mannlegri en á þessu andartaki, því þegar maður gerir það sem ég geri, þá hugsar maður hvort maður geti eitthvað. Og fólk í kringum mann segir að maður geti það. Þá kemst maður á þann stað að það er bara eðlilegt,“ sagði Sheeran.

Ed Sheeran og Cherry Seaborn
Ed Sheeran og Cherry Seaborn
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.