Drottningin studdist við staf

Elísabet II Bretadrottning var glöð í Westminister Abbey í gær.
Elísabet II Bretadrottning var glöð í Westminister Abbey í gær. AFP

Elísabet II. Bretadrottning notaði göngustaf á viðburði í Westminster Abbey í gær, þriðjudag. Stafurinn olli áhyggjum um heilsu drottningar en samkvæmt heimildum breskra götublaða notaði hún stafinn aðeins sér til þæginda. 

Drottningin lenti ekki í slysi nýlega né hefur heilsa hennar versnað. Konungshöllin hefur þó ekki svarað spurningum blaðamanna um stafinn. 

Elísabet drottning og dóttir hennar Anna prinsessa fóru saman á viðburðinn og virtust þær mæðgur hressar og kátar.

Drottningin virðist við góða heilsu þessar vikurnar þrátt fyrir að hún hafi notað stafinn í gær, en hún gróðursetti meðal annars tré með elsta syni sínum, Karli Bretaprinsi, í upphafi mánaðar. Þá var engan bilbug á henni að finna og greip hún sér skóflu til að moka.

Elísabet drottning með stafinn.
Elísabet drottning með stafinn. AFP
Drottningin klæddist kóngablárri kápu og var með hatt í stíl.
Drottningin klæddist kóngablárri kápu og var með hatt í stíl. AFP
Karl Bretaprins og Elísabet drottning gróðursettu tré í Skotlandi 1. …
Karl Bretaprins og Elísabet drottning gróðursettu tré í Skotlandi 1. október síðastliðinn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.