Rolling Stones losa sig við Brown Sugar

Frá tónleikum Stones í september. Jagger með mígrafónin og í …
Frá tónleikum Stones í september. Jagger með mígrafónin og í baksýn er Richards. AFP

Rokkararnir í The Rolling Stones ætla ekki að spila eitt vinsælasta lagið sitt, Brown Sugar, á tónleikaferð sinni um Bandaríkin sem hófst nýverið.

Textinn þykir lýsa svörtum konum og þrælahaldi á ófagran hátt en lagið náði toppi bandaríska vinsældarlistans árið 1971.

Gítarleikari Stones, Keith Richards, staðfesti ákvörðunina við LA Times en sagðist undrandi á því að fólk vilji koma laginu undir græna torfu. „Skilja þau ekki að lagið fjallar um hrylling þrælahaldsins?“ sagði hann.

Richards, sem er 77 ára, bætti við að hann „vonaði að við getum endurvakið elskuna í öllu sínu veldi einhvern tímann síðar“.

Söngvarinn og meðhöfundur lagins, Mick Jagger, sagði blaðinu að það væri „erfitt“ að setja saman lagalista fyrir tónleika á stórum tónleikaferðum. „Við höfum spilað Brown Sugar á hverju kvöldi síðan 1970 þannig að stundum hugsar maður með sér, við tökum þetta út núna og sjáum hvað setur,“ sagði hann. „Við gætum sett það aftur inn.“

Tilvísanir í textanum um þrælahald, kynlíf, sadómasókisma og heróin hafa stundum skyggt á miklar vinsældir lagsins, að sögn BBC.

Í viðtali árið 1995 sagði Jagger um lagið: „Ég myndi aldrei semja þetta lag núna.

„Ég myndi líklega ritskoða sjálfan mig. Ég myndi hugsa, „Guð minn góður ég get þetta ekki. Ég verð að stoppa“. Guð einn veit um hvað ég er að syngja í þessu lagi. Þetta er svo ruglingsleg blanda. Öll slæmu málin í einni bendu.“

Gagnrýni á lagið hefur aukist undanfarin ár en orðrómur hefur lengi verið uppi um að innblásturinn að laginu hafi komið frá fyrrverandi kærustu Jaggers.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson