Fór á hinsegin bari til að forðast slagsmál

Daniel Craig.
Daniel Craig. AFP

Stórleikarinn Daniel Craig hefur svo lengi sem hann man aðeins farið á skemmtistaði ætlaða hinsegin fólki til þess að forðast ágreining og slagsmál. Hann segist ekki vera hrifinn af því andrúmslofti sem oft skapast á öðrum skemmtistöðum og segir þægilegra að kynnast konum á hinsegin stöðum. 

Craig, sem fer með hlutverk James Bonds í nýjustu Bond kvikmyndinni No Time To Die, opnaði sig í hlaðvarpsþættinum Lunch with Bruce: „Ég er búinn að fara á hinsegin skemmtistaði lengi. Ein af ástæðunum er að ég lendi yfirleitt ekki í slagsmálum þar,“ sagði Craig. Hann sagði það koma ansi oft fyrir á hefðbundnum skemmtistöðum að hann lenti í útistöðum við einhvern. 

Þá viðurkenndi leikarinn, sem hefur verið giftur Rachel Weisz í 10 ár, að sér hefði líka fundist þægilegt að hitta konur á hinsegin skemmtistöðum. 

„Hinsegin skemmtistaðir voru bara góðir staðir að vera á. Allir voru rólegir. Maður þurfti ekki að tilgreina kynhneigð sína. Það var allt í góðu. Þetta voru mjög öruggir staðir. Og ég gat kynnst konum þar, því það er fullt af konum sem voru þarna af nákvæmlega sömu ástæðu og ég,“ sagði Craig.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.