Fór á hinsegin bari til að forðast slagsmál

Daniel Craig.
Daniel Craig. AFP

Stórleikarinn Daniel Craig hefur svo lengi sem hann man aðeins farið á skemmtistaði ætlaða hinsegin fólki til þess að forðast ágreining og slagsmál. Hann segist ekki vera hrifinn af því andrúmslofti sem oft skapast á öðrum skemmtistöðum og segir þægilegra að kynnast konum á hinsegin stöðum. 

Craig, sem fer með hlutverk James Bonds í nýjustu Bond kvikmyndinni No Time To Die, opnaði sig í hlaðvarpsþættinum Lunch with Bruce: „Ég er búinn að fara á hinsegin skemmtistaði lengi. Ein af ástæðunum er að ég lendi yfirleitt ekki í slagsmálum þar,“ sagði Craig. Hann sagði það koma ansi oft fyrir á hefðbundnum skemmtistöðum að hann lenti í útistöðum við einhvern. 

Þá viðurkenndi leikarinn, sem hefur verið giftur Rachel Weisz í 10 ár, að sér hefði líka fundist þægilegt að hitta konur á hinsegin skemmtistöðum. 

„Hinsegin skemmtistaðir voru bara góðir staðir að vera á. Allir voru rólegir. Maður þurfti ekki að tilgreina kynhneigð sína. Það var allt í góðu. Þetta voru mjög öruggir staðir. Og ég gat kynnst konum þar, því það er fullt af konum sem voru þarna af nákvæmlega sömu ástæðu og ég,“ sagði Craig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant